Vinstri græn

Spurning 1

Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

VG leggur ríka áherslu á samstarf við önnur Evrópulönd en telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Hreyfingin telur þjóðaratkvæðagreiðslu forsendu ákvörðunar um framhald viðræðna og leggur ríka áherslu á upplýsta umræðu í samfélaginu áður en haldið er í slíkan leiðangur.
Umræða um upptöku evru verður ekki rofin úr samhengi við umræðu um Evrópusambandsaðild. Upptaka annars gjaldmiðils en íslensku krónunnar hefur í för með sér afsal sjálfstæðrar peningastefnu og ásamt áhrif á stjórn ríkisfjármála sem þarfnast vandaðrar umræðu í samfélaginu, um kosti og galla. Slík umræða hefur ekki hefur farið fram. VG er tilbúin í þá umræðu og telur að taka þurfi næstu skref í stjórn peningamála til rótækrar endurskoðunar.



Spurning 2

Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

Sjá svar við spurningu 1.



Spurning 3

Telur flokkurinn að aðild að ESB og upptaka Evru yrði í stórum dráttum til hagsbóta fyrir Ísland?

Sjá svar við spurningu 1.