Sjálfstæðisflokkurinn

Spurning 1

Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki eiga frumkvæði að því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB enda er hann andvígur aðild Íslands að ESB.



Spurning 2

Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda fullveldi Íslands og telur að aðild að ESB yrði þjóðinni ekki í hag. Því er vandséð að flokkurinn muni ekki kjósa gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, enda er ekki knýjandi ákall um slíka atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar.



Spurning 3

Telur flokkurinn að aðild að ESB og upptaka Evru yrði í stórum dráttum til hagsbóta fyrir Ísland?

Nei. Sjálfstæðisflokkurinn telur að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru væri til ekki hagsbóta fyrir Ísland. Þróun síðasta áratugar eða svo, þar sem Ísland hefur vaxið mun hraðar en ríki Evrópu og gengi krónunnar hefur verið stöðugt, sýnir svo ekki verður um villst að sjálfstæður gjaldmiðill þjónar hagsmunum okkar best. Flokkurinn telur að aðild að ESB myndi takmarka sjálfstæði Íslands í efnahagsmálum og löggjöf.