Fullt var út úr dyrum á aðalfundi Evrópuhreyfingarinnar á aðalfundi sem haldinn var í Iðnó í gær, fimmtudaginn 22. maí. Ekki er kannski að undra þar sem dagskráin var afar áhugaverð. Jón Steindór Valdimarsson flutti skýrslu stjórnar um leið og hann lét af störfum sem formaður. Evrópuhreyfingin þakkar Jóni Steindóri frábær störf en treystir því að hann verði nýrri stjórn innan handar og ætíð bandamaður Hreyfingarinnar. Magnús Árni Skjöld Magnússon var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn og hefur nú tekið við keflinu af Jóni Steindóri. Kosið var í stjórn og stóð val fundargesta á milli níu frambjóðenda sem hver var öðrum frambærilegri. Á meðan atkvæði voru talin flutti Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, afar áhugavert erindi sem bar heitið Moving away from Brexit and towards a stronger European vision. Í kjölfar þess stýrði Bogi Ágústsson pallborðinu Ísland við borðið þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Egilsson ræddu stöðu Íslands og Evrópu frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fundinum lauk svo með hvetjandi erindi nýs formanns.
Það voru þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Dóra Magnúsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Páll Rafnar Þorsteinsson og Thomas Möller sem hlutu kosningu í stjórn og óskar fráfarandi stjórn þeim, og nýjum formanni, innilega til hamingju með kjörið og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum á þessum spennandi tímum í sögu Evrópuhreyfingarinnar.


