Miklu fleiri eru hlynnt því en andvíg að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna.
Þessar niðurstöður eru enn ein staðfesting þess að almenningur vill beina aðkomu að því að taka ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við ESB.
Samkvæmt könnuninni eru 55,9% hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu, 21% andvíg og 23,1% segjast hvorki hlynnt né andvíg.
Nánari niðurstöður
Þróun yfir tíma
Um könnunina
Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna.
Hún er um viðhorf til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri af öllu landinu. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri, búsetu og menntun. Við vigtun gagna getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin fór fram frá 2. til 8. október 2024 og voru svarendur 1.000 talsins.
Frekari upplýsingar
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar
662-1217 / jonsteindor@evropa.is