Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar

Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar verður haldinn fimmtudaginn 22. maí nk. og hefst kl. 17.

Staður og dagskrá verða kynnt nánar þegar nær dregur.

Taktu síðdegið frá og komdu á fund sem verður áhugaverður og skemmtilegur.

Framboð og kosningar

Á aðalfundinum verður kosinn formaður og sex meðstjórnendur.

Kosið er sérstaklega um formann en það liggur fyrir að núverandi formaður mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Hafir þú áhuga á að bjóða þig fram hvetur stjórn þig eindregið til þess þar sem Evrópuhreyfingin er fjöldahreyfing þar sem félagsfólk velur sína forystu. Framboð eru send í tölvupósti á evropuhreyfingin@evropa.is. Í póstinum þarf að koma fram hvort framboð sé til formanns og/eða meðstjórnanda. Mynd og stutt lýsing á frambjóðanda þarf auk þess að fylgja.

Framboðsfrestur er til miðnættis föstudaginn 16. maí.

Frekari upplýsingar veitir Jón Steindór Valdimarsson formaður: jonsteindor@evropa.is