Nei. Sósíalistaflokkurinn lítur svo á að það séu önnur mál sem séu meira aðkallandi í stöðunni í dag. Það er neyðarástand í húsnæðismálum og fjöldinn allur af fólki hefur ekki í sig og á svo dæmi séu tekin.
Nei. Það er í stefnu Sósíalista að það skuli ávallt fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um grundvallarmál eins og inngöngu í ESB. Flokkurinn myndi því styðja slíkt komi það fram.
Það fer alveg eftir því hvernig „ESB“ er verið að tala um. Það er mikil gerjun í skipulagi samtakanna og erfitt að sjá hvernig þróunin verður. Sósíalistar eru alþjóðasinnar sem styðja alþjóðlega samvinnu en teljum að slík samvinna verði að vera á forsendum fólksins, ekki fjármagnsvaldsins.