Evrópuhreyfingin lagði þrjár spurningar um Evrópumál fyrir alla stjórnmálaflokkana sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. Spurt var um afstöðu flokkanna til hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka skuli upp aðildarviðræður við Evrópusambandið að nýju og um almenn viðhorf þeirra til Evrópusambandsins og hagsmuna Íslands í því samhengi. Allir flokkarnir hafa nú gert grein fyrir afstöðu sinni.
Hægt er að sjá svör flokkanna í heild sinni ef smellt er á heiti þeirra í textanum hér fyrir neðan.
Píratar og Viðreisn svara því afdráttarlaust játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir afdráttarlaust nei. Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu.
Framsóknarflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og erfitt er að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka.
Samfylking og Viðreisn svara þessari spurningu afdráttarlaust játandi. Píratar eru jákvæðir í afstöðu sinni en hún er ekki afdráttarlaus. Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn segja allir afdráttarlaust nei. Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því afstöðu þeirra. Þá er afstaða Sósíalista til þessarar spurningar fremur óljós.