Nei. Ísland er ekki umsóknarríki. Sambandið tiltekur níu ríki sem umsóknarríki og Ísland er ekki þar á meðal. Ætti að hefja aðildarviðræður að nýju þarf landið að sækja um aftur. Ef það væri vilji íslenskra stjórnvalda að leggja slíkt til er eðlilegt að bera undir þjóðina hvort leggja eigi fram nýja umsókn áður en það er gert.
Sjá svar 1.
Nei. Framsókn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að vera áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins, og að þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði að fara fram skildu stjórnvöld íhuga slíka ákvörðun.
Framtíðarskipulag Evrópu mun taka breytingum á næstu misserum og því er brýnt að tryggja efnahags- og viðskiptalega hagsmuni Íslands gagnvart Bretlandi eins og samið hefur verið um. Stefnumótun í utanríkismálum á og skal miðast að þessum breytta heimi.
EES-samningurinn er mikilvægasti og umfangsmesti efnahagssamningur Íslands og því þarf að tryggja skilvirka framkvæmd hans í aukinni samvinnu við löggjafarvaldið. Samstarfið hefur tekið miklum breytingum á þeim tíma og frekari breytinga er að vænta. Þau tækifæri sem Íslendingum hafa opnast með tilkomu EES-samningsins eru ótvíræð og mörg. Framsókn telur að Ísland eigi að vera áfram aðili að EES-samstarfinu, en með aðild að því njótum við þegar allra þeirra kosta sem Evrópusambandið hefur upp á að bjóða.