Meginlandið
Helga Vala Helgadóttir og Páll Rafnar Þorsteinsson
fá til sín fróða gesti og kryfja Evrópumálin í stóru og smáu.
Meginlandið III: Ísland á alþjóðasviðinu
Að þessu sinni skoðum við vægi Íslands á alþjóðasviðinu. Skiptir rödd Íslands máli innan Evrópusambandsins, NATO og Sameinuðu þjóðanna?
Meginlandið II: EES-samningurinn
Í þessum þætti beinum við sjónum okkar að EES samningnum, sem varð þrjátíu ára í fyrra og hefur, að margra mati, að stórum hluta skilgreint samband Íslands við Evrópusambandið.
Meginlandið I: Fullveldi Íslands
Meginlandið er nýtt hlaðvarp Evrópuhreyfingarinnar. Þáttur fjallar um fullveldi Íslands. Gestur hans er Davíð Þór Björgvinsson lögfræðingur og dómari.